Dagskrá

Veislustjóri er Ólafur Gauti Guðmundsson

19:00    Gullhamrar opna klukkan 19:00.

Tekið verður á móti gestum við hljóðfæraleik nýstúdents MR og barir verða opnir fyrir gesti að fá sér hressingu.

19:30    Mælt er með því að ballgestir mæti í síðasta lagi kl. 19:30 í Gullhamra.

Útskriftarárgöngum verða merkt svæði í salnum eftir hópastærð og fólk þarf að finna sér sæti innan síns svæðis. Best er að gera það fyrir klukkan 19:45, í öllu falli áður en klukkan glymur í fyrsta sinn, kl 20:00!

20:00    Fyrst er hringt til borðhalds klukkan 20:00 og þá ganga gestir til borðs.

Seinni hringing er kl. 20:08 og skulu þá allir vera sestir. Áríðandi er að þessi tímasetning haldi.

Formaður Nemendasambandsins, Kristín Heimisdóttir, setur hátíðina og kynnir veislustjóra.

Píanisti kvöldsins leikur undir borðhaldi og undir söng.

Eftirtaldir ræðumenn flytja stuttar og skemmtilegar ræður á milli rétta:

  • fulltrúi 50 ára stúdenta
  • fulltrúi 25 ára stúdenta
  • fulltrúi nýstúdenta

Veislustjóri stjórnar hátíðinni og söngstjóri úr hópi 25 ára stúdenta leiðir söng.

22:30    Borðhaldi lýkur ekki seinna en 22:30.

Þá hringir inspector platearum út í Löngufrímínutur sem eru 60 mínútur.

Löngufrímínúturnar eru stund til að hitta kunningjana og spjalla undir léttum píanóleik.

23:30    Inspector platearum hringir inn í danstíma kl. 23:30.

Nýstúdentar bjóða júbílöntum upp í fyrsta dans í upphafi danstíma.

Hljómsveitin tekur við stjórninni og dansað til 01:45.

01:45    Veislunni lýkur og allir syngja „Hvað er svo glatt…“.

 

Matseðill*

Hefðbundinn matseðill

Forréttur

Rjómalöguð sælkera grænmetissúpa með nýbökuðu brauði

Aðalréttur

Grilluð nautalund með trufflukartöfluköku og Madeirasósu

Eftirréttur

Súkkulaðifrauð með ferskum berjum og vanillurjóma

 

Vegan matseðill

Forréttur

Sælkera grænmetissúpa

Aðalréttur

Wellington, kartöflubátar, rótargrænmeti og villisveppasósa

Eftirréttur
Súkkulaðikaka með vanilluís

 

*Ef viðkomandi er með fæðuofnæmi, vinsamlegast sendið tölvupóst á logi@hi.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, útskriftarár og ofnæmi